Milljarðasalan sem enginn talaði um, og lögfræðigreind á uppleið
Seinnipart 2024 var fyrirtækið Garden, stofnað og stýrt af Íslendingum og að hluta til fjármagnað af Íslendingum, selt fyrir milljarða.
Árið 2018 stofnuðu þrír Íslendingar í Berlín tæknifyrirtækið Garden. Markmiðið var að búa til hugbúnað til að auðvelda öðrum að byggja hugbúnað. Stofnendurnir þrír - Jón Eðvald, Eyþór Magnússon, og Þórarinn Sigurðsson - höfðu starfað saman áður í sprotum á Íslandi.
Félagið tók inn fjármagn þrisvar, nú síðast $16m Series A en hafði áður tekið inn €3.1m í Pre-seed og Seed fjármögnun (þar sem íslenski vísisjóðurinn Crowberry Capital leiddi seinni fjármögnunina) og m.a. Davíð Helgason fjárfesti í þeirri fyrri.
Garden var að lokum keypt af tæknifyrirtækinu Incredibuild, og voru kaupin tilkynnt í Nóvember 2024. Incredibuild er 130 manna fyrirtæki með útibú í fimm löndum, en með kaupunum bætist Berlín við sem starfsstöð. Eins og yfirleitt, þegar eitt óskráð félag kaupir annað var upphæðin óuppgefin, en lókal tæknimiðill “skúbbaði” verðinu: $65m í reiðufé og hlutum, eða milli 8.5-9 milljarða króna. Ég ræddi við Jón Eðvald um félagið og söluna.
Ákveðin “Clara-saga”
Fyrir utan þá góðu sögu að 12 manna íslendingasproti í Berlín hafi verið selt á fleiri milljarða, og að íslenskir fjárfestar hafi að einhverju leyti notið góðs af því, þá er önnur áhugaverð saga þarna, hringrásarsaga.
Jón Eðvald var einn stofnenda Clara, sem var selt til Jive árið 2013 fyrir milljarð. Þórarinn Sigurðsson starfaði hjá Clara eitt sumar, og stofnaði síðar Admittor, en þar starfaði síðar meir fyrrnefndur Eyþór Magnússon. Hluti þróunarteymisins hjá Garden - Maggi “Trymbill” og Haukur Páll - sama saga, annars vegar Clara og hins vegar Admittor. Ricky sem leiðir customer success? Rétt getið — líka hluti af Clara-teyminu.
Áhrif og mikilvægi hringrásarinnar halda því áfram að sanna sig.
Ég skrifaði áður um “hringrásarhagkerfi” nýsköpunar, sjá að neðan:
“Er þetta nokkuð GmbH?”
Eins og fyrr segir, tók Garden inn englafjárfestingu. Félagið var á endanum sett upp þannig að móðurfélagið var Delaware C-corp sem átti þróunareiningu í Þýskalandi.
Þessi aðferð er þekkt — fjöldi íslenskra sprota enda á að “flippa” sínum móðurfélögum til Delaware, oft vegna kröfu erlendra fjárfesta. Það er sér í lagi líklegt ef erlendu aðilarnir koma inn snemma í ferlinu — lögfræðikostnaðurinn við það að bandarískur lögfræðingur setji sig inn í hlutafélaga- og skattalöggjöfina á Íslandi getur slagað upp í upphæðina við fjármögnunina.
Í tilfelli Garden var þetta öðruvísi. Verandi í Berlín, fengu stofnendurnir frá (allavega einum) englafjárfesti spurninguna: “Er þetta nokkuð GmbH” — en þar vísaði viðkomandi til þeirrar skriffinnsku (sem margir myndu kalla yfirgengilega) sem fylgir því að stofna, reka, og safna hlutafé fyrir, þýsk félög. Sifted skrifaði um upplifun stofnenda sprotafyrirtækja í Þýskalandi (áhersla mín).
For Bau, the process of changing his company’s address went like this: he had to go to an appointment at the notary where a staff member read aloud that an address change was going to take place; he then signed the document in wet ink. He then had to wait a few weeks for the commercial register to approve it, he explains.
The process didn’t stop there. After informing the German tax office of the change in address, Bau forgot to do the last step of notifying the district office, he admits. He ended up receiving “angry letters” from the district office for a year.
🙏 Við getum þakkað startup-guðunum fyrir rafræna fyrirtækjaskrá á Íslandi 🙏
Góður díll
Verðmat félagsins var aldrei gert opinbert, en það má áætla eftirfarandi:
Seed hafi verið á pre-money verðmati upp á €7-11m (þegar Crowberry kom inn)
Series A hafi verið á $40-60m pre-money.
Salan á $65m - að hluta til í cash, sem gefur hluthöfum upside í áframhaldandi verðmyndun.
(Athugið að þetta óstaðfestar tölur byggðar á þumalputtareglum)
Áfram gakk
Garden mun halda áfram sinni vegferð. Stofnendurnir þrír hafa tekið við nýjum stöðum innan samstæðunnar og aukinni ábyrgð — Jón Eðvald ber t.d. ábyrgð á rannsóknum og þróun hjá Incredibuild. Jón var á KubeCon (tækniráðstefnu um kubernetes) fyrir hönd félaganna þegar ég ræddi við hann, og ljóst að það er engin pása í augnsýn, þó að þessum áfanga hafi verið náð.
Lögfræðigreind á uppleið
Í haustúthlutun Tækniþróunarsjóðs 2024 vakti athygli mína fjöldi þeirra verkefna sem virstu vera að tækla sambærilegt vandamál tengt gagna- og gervigreinarvæðingu lögfræðingsins:
Denovo lagasafn
Kuratech – Lögfræðilegt forspárlíkan
Jónsbók
Fordæmi.is
Þá fékk Lagaviti styrk í vorúthlutun 2024. Auk þessara aðila hefur Fons Juris bætt við gervigreind, sem og lóðréttilausnin* Vergo með Lögfinni.
Hef í sjálfu sér ekki mikið um þetta að segja annað en að þessi gróska vakti áhuga minn — að einhverju leyti af því ég var fyrir nokkru að pæla í að skoða að þróa sambærilegt (en hætti svo við - kannski blessunarlega?) — sem og vegna þeirrar ályktunar sem hægt er að draga af þessu: stór gervigreindarmódel gera fólki það kleift að búa til þjónustu eða vöru fyrir mjög lítil og afmörkuð vandamál (t.d. lögfræði á íslensku). Spurning hvaða stétt er næst?
*er að prófa þetta sem þýðingu á “vertical SaaS” — hvað segið þið?)