Það stunda ekki öll fyrirtæki rannsókna- og þróunarstarf. Og það falla alls ekki allar nýjungar undir nýsköpunarhugtakið í skilningi R&Þ. Samkvæmt leiðbeiningum OECD sem lýst er í Frascati Manual þurfa slík verkefni að uppfylla ströng skilyrði. Það er því miður óljóst hvort öll þau verkefni sem skattendurgreiðslur ná til uppfylla endilega þessi skilyrði. Sama má gjarna segja um verkefni sem Rannís styrkir.
Rétt - ekki öll gera það, en það geta (tæknilega) öll gert það. Þannig hugtakið “nýsköpunarfyrirtæki” er skv. lögunum tilgangslaust. Er fyrirtæki “nýsköpunarfyrirtæki” í tvö ár, meðan það er með verkefni í gangi sem lögin samþykkja sem R&Þ? Og svo hættir það að vera “nýsköpunarfyrirtæki” um leið og síðustu skýrslu er skilað?
Við ættum að vera - eins og þú bendir á - að tala um og debata rannsóknir og þróun en ekki þyrla upp ryki með óhjálplegu sér-íslensku hugtaki. Allur heimurinn þekkir R&D og R&D tax credits enda mörg lönd með þannig kerfi. “Innovation company” hinsvegar sér maður aldrei/sjaldan.
Það stunda ekki öll fyrirtæki rannsókna- og þróunarstarf. Og það falla alls ekki allar nýjungar undir nýsköpunarhugtakið í skilningi R&Þ. Samkvæmt leiðbeiningum OECD sem lýst er í Frascati Manual þurfa slík verkefni að uppfylla ströng skilyrði. Það er því miður óljóst hvort öll þau verkefni sem skattendurgreiðslur ná til uppfylla endilega þessi skilyrði. Sama má gjarna segja um verkefni sem Rannís styrkir.
Rétt - ekki öll gera það, en það geta (tæknilega) öll gert það. Þannig hugtakið “nýsköpunarfyrirtæki” er skv. lögunum tilgangslaust. Er fyrirtæki “nýsköpunarfyrirtæki” í tvö ár, meðan það er með verkefni í gangi sem lögin samþykkja sem R&Þ? Og svo hættir það að vera “nýsköpunarfyrirtæki” um leið og síðustu skýrslu er skilað?
Við ættum að vera - eins og þú bendir á - að tala um og debata rannsóknir og þróun en ekki þyrla upp ryki með óhjálplegu sér-íslensku hugtaki. Allur heimurinn þekkir R&D og R&D tax credits enda mörg lönd með þannig kerfi. “Innovation company” hinsvegar sér maður aldrei/sjaldan.
Alveg sammála þér. Hugtakið nýsköpunarfyrirtæki er merkingarlaust.